Við óskum handhöfum Kraumsverðlaunanna 2016 hjartanlega til hamingju!
Alvia Islandia – Bubblegum Bitch
Amiina – Fantomas
GKR – GKR
Gyða Valtýsdóttir – Epicycle
Kælan mikla – Kælan mikla
Páll Ívan frá Eiðum – This is my shit
Þetta er í níunda sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru stendur fyrir afhendingu Kraumsverðlaunanna fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.
Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu.
Alls hafa nú 39 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Frekari upplýsingar um Kraumsverðlaunin og fyrri verðlaunahafa má finna hér.
Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar í ár, enda fór dómnefndin í gegnum 200 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt á Kraumsverðlaununum 2016.
DÓMNEFND
Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa;
Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.
Kraumslistinn 2016 – Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna
Alvia Islandia – Bubblegum Bitch
Amiina – Fantomas
Andi – Andi
Aron Can – Þekkir stráginn
Arve Henriksen, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson – Saumur
asdfhg – Kliður
Bára Gísla – Brimslóð
CYBER is CRAP – EP
EVA808 – Psycho Sushi
GKR – GKR
Glerakur – Can’t You Wait
Gyða Valtýsdóttir – Epicycle
Indriði – Makril
Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum
Kuldaboli – Vafasamur lífstíll
Kælan mikla – Kælan mikla
Naðra – Allir vegir til glötunar
Pascal Pinon – Sundur
Páll Ívan frá Eiðum This is my shit
Reykjavíkurdætur – RVK DTR
Samaris – Black Lights
Sigrún Jónsdóttir – Hringsjá
Snorri Helgason – Vittu til
Suð – Meira Suð
Tófa – Teeth Richards