Fyrir nokkrum vikum varð hræðilegur bruni í Susan‘s Bay, fátækrarhverfi við sjávarsíðu Freetown. Í síðustu viku heimsóttum við staðinn til að gefa börnum á svæðinu stuttermaboli. Hverfið er heimili rúmlega 4,500 manns og eitt stærsta óformlega hverfið í borginni. Húsakofarnir eru mjög þétt byggðir, mannmergðin mikil og nánast engar götur, því átti slökkviliðið í miklum erfiðleikum með að nálgast staðinn. Talið er að um 200 heimili hafi eyðilagst og í kringum 7000 manns hafa orðið fyrir áhrifum brunans á einn eða annan hátt..
Bolina fengum við gefins frá Íslandsbanka.