Við höfum útskrifað fyrsta árganginn!

16.10.20

Síðasti þriðjudagur, 13. október 2020 var dagurinn sem við útskrifuðum fyrsta árganginn úr Pre-accelerator prógraminu okkar! Öll sjö startup fyrirtækin fóru í gegnum rússíbanareið síðustu mánuði. Þau hófu vegferðina í febrúar með það að markmiði að þróa viðskiptahugmyndirnar sínar en svo kom covid-19 veiran og setti strik í reikninginn, og prógrammið var sett yfir á rafrænt form. Frá og með 25. ágúst höfum við opnað aftur á skrifstofunni í Freetown. Síðustu vikurnar hefur áherslan verið á að segja persónulega sögu á bak við fyrirtækið en með covid enn í bakgarðinum þurfti útskriftin að vera með öðru sniði en lagt var upp með. Allir start-up eigendurnir fluttu kynningu en með færri áhorfendur í sal en reiknað var með. Við náðum þrátt fyrir það að skapa rétta andrúmsloftið fyrir kynningarnar með því að bjóða nokkrum af fyrrum gestafyrirlesurum og öðrum vinum að vera viðstödd viðburðinn.

Fyrir okkur hjá Aurora eru þetta tímamót sem veitir fullkomið tækifæri til þess að líta til baka og minna okkur á þau eftirminnilegu augnablik sem hafa átt sér stað og á alla þá gestafyrirlesarana sem veittu okkur svo mikinn innblástur og við buðum velkomin að taka þátt í þessu prógrammi með okkur.

4. mars 2020 – Alexandre Tourre

Á hugmyndastigi prógramsins hélt Alexandre Tourre, framkvæmdastjóri og stofnandi EasySolar fyrirlestur um hvernig á að hefja rekstur fyrirtækis í Sierra Leone. Alexandre talaði meðal annars um mikilvægi þess að framkvæma markaðsrannsókn áður en stökkið er tekið og um mistök og erfiðleika sem þau hjá Easy Solar þurftu að takast á við sem kenndu þeim lexíu varðandi það hvernig á að reka fyrirtæki á árangursríkan hátt.

10. mars 2020 – Henry Henrysson

Prógrammið hélt þróun sinni áfram og það gerðu nemendurnir einnig. Til þess að bæta ofan á fyrirlesturinn um þróun viðskiptahugmyndar kom Henry Henrysson og hélt gagnkvæman fyrirlestur um gagnrýna hugsun. Í þessum tíma fengu nemendurnir þá áskorun í hendurnar að greina eigin hugsanir og venjur og voru minnt á að taka ekki forsendum sem gefnum.

17. mars 2020 – Ajara Marie Bomah

Rétt í tæka tíð fyrir covid takmarkanir, hélt Ajara Marie, stofnandi og skapandi stjórnandi Women Mean Business, fyrirlestur um mikilvægi þess að vörumerki eigi sér sérkenni. Hún fékk nemendurna til að hugsa um persónulega og þýðingarmikla sögu, hvernig hægt væri að koma þessari sögu á framfæri og vörumerki í samræmi.

21. september 2020 – Michael Kamara

Í september kom Michael Kamara frá GGEM á skrifstofu okkar og skipulagði, í sameiningu við kollega sinn Emamnuel Kanneh, fróðlegan tíma um hvað á að gera og hvað ekki og reglur í kringum smálán. Þar sem GGEM hefur nokkur útibú um landið hefur Michael unnið með mikið af frumkvöðlum og eigendum smárra fyrirtækja og nýtti reynslu sína þaðan og sagði frá nokkrum árangurssögum.

22. september – Margaret Kadi

Síðast en ekki síst kom Margaret Kadi frá Pangea inn sem síðasti gestafyrirlesari fyrsta árgangs. Pangea hóf starfsemi sína árið 2015 og er lífsstílsvörumerki sem notar einungis hráefni frá Sierra Leone. Margaret talaði um vegferð sína sem frumkvöðull og sýn hennar á að vera með alþjóðlega staðla fyrir fyrirtækið sitt og vinnuna sem hún hefur unnið að í samvinnu við mismunandi alþjóðleg frjáls félagasamtök.

Við erum mjög þakklát fyrir þeirra tíma og vinnu til þess að styðja við og styrkja nemendur í fyrsta árgangi og við getum ekki beðið eftir að bjóða þau aftur velkomin þegar annar árgangur fer af stað!

Jafnframt því að þakka gestafyrirlesurum viljum við einnig þakka mentorum sem tóku þátt í vegferð fyrsta árgangs. Hluti af pre-accelerator prógramminu er að start-upin geti fengið mentor sem er sérhæfður í þeirra þörfum og mentorarnir hafa aðstoðað og veitt mikilvægan stuðning fyrir frumkvöðlana í ferlinu.

Að lokum viljum við þakka Byte Byte LTD, samstarfsaðila okkar í tölvunámskeiðunum sem bauð fría tíma í Excel fyrir nemendurna. Á meðan prógramminu stóð lærðu nemendurinr grunn undirstöðurnar í Excel og hvernig hægt er að nota Excel til að fylgjast með fjármálum fyrirtækja sinna.

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...