Við erum komin aftur! Í síðustu viku flugu Regína og Suzanne aftur til Freetown eftir að hafa dvalið fjarri Sierra Leone í fimm mánuði. Eftir öll nauðsynleg COVID próf (sem öll voru neikvæð!) er skrifstofan í Freetown að taka aftur til starfa á venjubundinn hátt með tilheyrandi hefðbundnum opnunartíma. Restin af starfsfólkinu hefur haldið starfseminni í Freetown gangandi með því að hittast einu sinni í viku yfir síðastliðna mánuði (takk Veronica, Makalay, Foday og Juma!) og við gætum ekki verið glaðari yfir því að fá að hittast loks öll aftur og vera komin á fullt á ný!
Frá og með næstu viku munum við halda áfram með pre-accelerator prógrammið, sem mun vera í gangi næstu sex vikurnar og byrja með önnur námskeið, svo sem tölvulæsisnámskeið og næsta árgang pre-accelerator programmsins. Meir um það síðar!