Tölvur fyrir Kvennafangelsi!

19.12.19

Í gær heimsóttum við Freetown Female Correctional Center (FFCC) og gáfum þeim fjórar tölvur fyrir tölvuverið þeirra.

FFCC er eitt af kvennafangelsunum í Sierra Leone, upphaflega byggt fyrir 18 konur en í dag eru þar 68 konur sem eru annaðhvort að afplána dóm eða bíða dóms. Með hjálp AdvocAid bíður FFCC m.a. upp á saumanámskeið, lestrarnámskeið og tölvunámskeið. Í augnablikinu eru þau aðeins með sex tölvur en 18 konur sóttu tölvunámskeiðið og er því kennt bæði á morgnanna og seinnipartinn. Með fjórum auka tölvum geta núna fleiri konur tekið þátt í tölvunámskeiðinu, sem mun hjálpa þeim mikið er þær fá frelsið á ný.

Við ákváðum einnig að styðja beint við AdvocAid með því að gefa þeim eina tölvu fyrir fjármálateymið þeirra í Freetown. Þar sem stofnunin þeirra hefur farið vaxandi hafa starfsmenn þurft að deila með sér tölvum. Við viljum þakka SAMSKIP á Íslandi fyrir að gefa okkur tölvurnar, án þeirra hefðum við ekki getað veitt þessa aðstoð.

 

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...