Aurora kynnir með stollti útgáfu á fyrsta laginu úr samstarfsverkefninu OSUSU; Woman. Lagið er spilað og sungið af Hildi, Cell7, Daniel Bangura og Mohamed Kamara.
Þetta hófst allt í nóvember í fyrra, þegar 17 tónlistarmenn komu saman í Freetown, Sierra Leone. Fimm manns komu frá Íslandi, fjórir frá Bretlandi og átta frá Sierra Leone. Eyddu þau saman einni viku í 4 stúdíóum að skiptast á hugmyndum og spila og semja lög. Lög sem síðan urðu partur af verkefninu OSUSU. Þessi samvinna var á vegum Auroru og þeirra sem eru á bakvið Freetown Music Festival og var stutt af British Council í Sierra Leone. Urðu 24 lög til á þessum fjórum dögum.
Á hverjum föstudegi næstu 12 vikurnar verður ný smáskífa frá tónsmíðavikunni gefin út af Molten Keys/Cuppa Gumbo. Hverri smáskífu mun fylgja mynd frá Jay Kammy sem er umlykt vefnaði frá Labrum.
- desember verður síðan gefin út heil plata með öllum lögunum, auk þriggja hluta heimildarmyndaseríu um framleiðslu tónlistarinnar og 12 hluta ljósmyndaröð eftir Jay Kammy.
Fyrsta lagið – WOMAN
Höfundar og flytjendur: @hihildur @cellse7en @pharmacomusician_dsb and Mohammed Kamara
Produced: @hihildur & @cellse7en
Mixed & Mastered: @samwheatmusic
Cover Photo: @jaykammy
Textile art: @labrumlondon
Released with : @moltenkeys & @cuppagumbo
Supported by: @aurorafoundation_official
Frekari upplýsingar um nokkra af okkar mögnuðu samstarfsaðilum í þessu verkefni:
MOLTEN KEYS: Sjálfstætt starfandi plötu útgáfufyrirtæki með aðstöðu í Suður-London. Molten Keys vinnur að því að veita tónlistarmönnum meira eignarhald og stjórn á sinni eigin tónlist en vant er í þessum bransa. Þeir vinna aðallega með nýjum, upprennandi tónlistarmönnum úr mismunandi tónlistargeirum.
@moltenkeys
CUPPA GUMBO: Eru félagsleg samtök sem vinna með fjölmenningu og alþjóðlega einingu.
@cuppagumbo
LABRUM: Karlkyns fatamerki frá London. Labrum sameinar Vestur-Afríku og vestræna arfleifð og segir sögu Vestur-Afríku í gegnum fatnað.
@labrumlondon
HENRY KAMARA: Henry Kamara er ljósmyndari með Síerra Leónískan uppruna, búsettur í London. Hann fór til Sierra Leone árið 2018 til að læra meira um bakgrunn sinn, og hefur síðan þá unnið í ýmsum ljósmyndaverkefnum.
@jaykammy