Háskólinn í Sierra Leone fær gefins tölvubúnað frá Íslandi

24.11.16

Það var mikil gleði í Háskólanum í Sierra Leone þegar Aurora, í samstarfi við Arion banka og Samskip, afhenti skólanum 10 tölvur, 5 stóra skjái og ýmissan annan tölvubúnað. Afhendingin markaði upphaf að nýju tölvuverkefni Auroru en innan skamms mun verða haldið annað frítt tölvunámskeið, eftir vel heppnað námskeið fyrr á árinu. Þetta verkefni er samstarfsverkefni Auroru og Idt labs í Sierra Leone og Arion banka og Samskip á Íslandi. Arion banki gaf fjölmargar tölvur, stóra skjái og ýmissan tölvubúnað fyrir þetta verkefni og SAMSKIP hélt áfram stuðningi sínum frá því fyrr á árinu og gaf einnig ýmsan búnað auk þess sem SAMSKIP sá alfarið um að koma varningnum frá Reykjavík til Sierra Leone.

IMG_9453

Hluti af tölvuverkefninu að þessu sinni er að gefa Háskólanum í Sierra Leone tölvur og annan mikilvægan tölvubúnað fyrir háskólann. Dr. Fatmatta B. Taqi framvæmdastjóri Academic and Career Advisory & Counseling Services og Antoinette Turay sem einnig vinnur hjá háskólanum tóku á móti tölvubúnaðinum fyrir hönd skólans. Þær skiluðu miklu þakklæti frá upplýsingasviðið háskólans, en tölvubúnaður af hvaða tagi sem er, er vægast sagt af mjög skornum skammti í öllum þremur skólum háskólans. Háskólinn í Sierra Leone er sá elsti í allri Vestur Afríku og var stofnaður í febrúar árið 1827 og mun því fljótlega fagna 190 ára afmæli sínu.

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...