Háskólinn í Sierra Leone fær gefins tölvubúnað frá Íslandi

24.11.16

Það var mikil gleði í Háskólanum í Sierra Leone þegar Aurora, í samstarfi við Arion banka og Samskip, afhenti skólanum 10 tölvur, 5 stóra skjái og ýmissan annan tölvubúnað. Afhendingin markaði upphaf að nýju tölvuverkefni Auroru en innan skamms mun verða haldið annað frítt tölvunámskeið, eftir vel heppnað námskeið fyrr á árinu. Þetta verkefni er samstarfsverkefni Auroru og Idt labs í Sierra Leone og Arion banka og Samskip á Íslandi. Arion banki gaf fjölmargar tölvur, stóra skjái og ýmissan tölvubúnað fyrir þetta verkefni og SAMSKIP hélt áfram stuðningi sínum frá því fyrr á árinu og gaf einnig ýmsan búnað auk þess sem SAMSKIP sá alfarið um að koma varningnum frá Reykjavík til Sierra Leone.

IMG_9453

Hluti af tölvuverkefninu að þessu sinni er að gefa Háskólanum í Sierra Leone tölvur og annan mikilvægan tölvubúnað fyrir háskólann. Dr. Fatmatta B. Taqi framvæmdastjóri Academic and Career Advisory & Counseling Services og Antoinette Turay sem einnig vinnur hjá háskólanum tóku á móti tölvubúnaðinum fyrir hönd skólans. Þær skiluðu miklu þakklæti frá upplýsingasviðið háskólans, en tölvubúnaður af hvaða tagi sem er, er vægast sagt af mjög skornum skammti í öllum þremur skólum háskólans. Háskólinn í Sierra Leone er sá elsti í allri Vestur Afríku og var stofnaður í febrúar árið 1827 og mun því fljótlega fagna 190 ára afmæli sínu.

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

We are thrilled to share the remarkable outcome of our latest ICT for Beginners course, which concluded on September 6th. Hosted at the Aurora office training center, this two-week program saw exceptional participation and success. Starting on August 26th, eager young...

From Intern to Staff: The Inspiring Journey of Fatmata Binta Jalloh

From Intern to Staff: The Inspiring Journey of Fatmata Binta Jalloh

We are excited to spotlight Fatmata Binta Jalloh, who embarked on her journey with Aurora Foundation as an intern on February 1, 2024. Fatmata Binta Jalloh, a recent graduate in Business Administration from the Institute of Public Administration and Management, is a...