Björgunarsveitin Ársæll

Rústabjörgunarsveitin Ársæll er hluti af alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hún sinnir óveðursaðstoð, viðbrögðum við jarðskjálftum og ofanflóðum í byggð. Sveitin var ein af fyrstu björgunarsveitunum sem kom til Haítí í kjölfar jarðskjálftans í janúar 2010 og vann mikið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Þegar sveitin hélt til Íslands á ný þurfti hún að skilja eftir hluta af búnaði sínum.

Styrkur til sveitarinnar frá Auroru velgerðasjóði var nýttur til þess að kaupa nýjan búnað og til þess að endurnýja eitthvað af þeim sérhæfða búnaði sem hópurinn hefur yfir að ráða.

ÖLL VERKEFNI