21.08.20

The team is back together!

Við erum búin að opna á ný! Regína og Suzanne flugu loks aftur til Freetown í síðustu viku, eftir að hafa verið 5 mánuði í burtu. Eftir að ferðalangarnir höfðu klárað skildu COVID19-prófin (sem voru öll neikvæð!) opnaðum við skrifstofuna á ný formlega og er hún nú opin daglega eins og áður. Hinn hluti starfsliðs Auroru hafa haldið verkefnunum í Sierra Leone á floti og hist einu sinni í viku á skrifstofunni undanfarna mánuði (takk Veronic,a Makalay, Foday & Juma!), og við gætum ekki verið glaðari að vera öll sameinuð á ný og geta komið öllum verkefnum á fullt skrið aftur.

Við munum halda áfram með Pre-Accelerator prógrammið okkar í næstu viku og mun það halda áfram næstu 6 vikurnar. Einnig munum við keyra í gang fljótlega önnur námskeið eins og t.d. tölvunámskeið og við erum búin að opna fyrir umsóknir í næsta Pre-Acclerator prógram hjá okkur. En meira um þetta allt síðar!