Skólamáltíðaverkefni í Bombali fer vel af stað

27.03.18

Nýlega skrifaði Aurora undir samning við Swiss – Sierra Leone Development Foundation um að styrkja samtökin um skólamáltíðir fyrir nemendur í heimavistarskólanum í Magbenteh, út þetta skólaár. Skólinn var stofnaður árið 2016 og gífurleg þörf var á að bjóða upp á máltíðir fyrir börnin, þar sem mörg þeirra mæta daglega til skóla án þess að hafa fengið að borða.

Verkefnið, sem starfrækt hefur verið um nokkurra vikna skeið, hefur farið mjög vel af stað og sjáanleg breyting til batnaðar hefur orðið á einbeitingu og námsárangri barnanna. Áhersla hefur verið lög á að máltíðirnar innihaldi nægilegt magn vítamína og steinefna, fitu og prótíns til að fullnægja næringarþörf nemendanna, en vannæring er landlægur vandi meðal barna í Sierra Leone. Í tengslum við skólamáltíðirnar læra börnin um borðhald og hreinlæti í tengslum við máltíðir og sjá sjálf um að vaska upp eigin áhöld og borðbúnað.

Heimavistarskólinn í Magbenteh er staðsettur í Bombali héraði í Sierra Leone og nemendur hans eru börn úr fátækustu þorpum svæðisins, sem mörg hver urðu munaðarlaus í kjölfar ebólufaraldarins sem geysaði á svæðinu á árunum 2014–2016.

Skólamáltíðirnir hafa nú þegar bætt líðan barnanna og gæði skólastarfsins og mikil bjartsýni ríkir um framhaldið hjá aðstandendum skólans.

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

We are delighted to share the resounding success of the recent Pottery School Exhibition held at Lettie Stuart Pottery in Waterloo on March 14th. The event, hosted by Aurora Foundation, was a vibrant celebration of the remarkable progress achieved by the students of...

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

On March 12th, the Aurora Foundation Training Center buzzed with entrepreneurial energy as we hosted a dynamic Business Model Canvas training session tailored for IR Bootcamp startup businesses. Facilitated by our adept Aurora Impact Programme Manager, Mavis Madaure,...

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

We are excited to share the successful conclusion of our recent 2-week ICT Web Development overview and outline course, finalized on February 27th at the Aurora Office Training Center. Participants joined us on February 12th for a week-long exploration of ICT Webpage...