11.10.21

Fjármálakennsla fyrir pre-accelerator árgangana

Í síðustu viku fengu nemendur sem tekið hafa þátt eða eru þátttakendur í pre-accelerator náminu okkar tækifæri til að taka þátt í fjármálakennslu sem viðskiptafrömuðurinn Rosetta Wilson sá um. Kennslan er partur af námskrá sem nú er í gangi fyrir árgang númer þrjú en fyrri tveimur árgöngunum var einnig boðið að vera með til að fríska upp á fjármálalæsið. Farið yfir ýmislegt gagnlegt yfir daginn og hópurinn kláraði nokkur æfingaverkefni til að þjálfa sig og taka stöðuna á eigin skilning á efninu.