Öðru framhaldsnámskeiði í tölvum lokið

Í síðasta mánuði var haldið annað framhaldstölvunámskeið í samstarfi við fyrirtækið Byte Limited. Í samvinnu við Albert, tengilið okkar og þjálfara hjá Byte, buðum við tólf þátttakendum að koma og sitja tveggja vikna námskeið. Framhaldsnámskeiðið var upphaflega sett upp sem þriggja vikna námskeið en við höfum nú ákveðið að setja sama tímafjölda á tveggja vikna tímabil og gera þannig námskeiðið þéttara.

Útkoma námskeiðsins var ánægjuleg og þátttakendur mega vera stolt af framförum sínum eftir að hafa kafað í Excel, Powerpoint og Google Drive í tvær vikur. Sem fyrr verðlaunuðum við þann einstakling sem hlaut bestu niðurstöðurnar og var með bestu mætinguna með fartölvu sem gefin var af Íslandsbanka.


Byte Limited and Aurora Foundation sign MOU

We are delighted to have recently formalized our collaboration with Byte Limited by signing a Memorandum Of Understanding.

Byte Limited has been our partner in organizing different ICT courses over the past couple of years. We recently started expanding the offering of ICT courses to meet the demand for digital skills amongst young Sierra Leoneans. By doing so, we aim to both enhance their skill set as well as to spark their interest in exploring the field of ICT.

We are looking forward to the upcoming years and the new courses that will be organized!

 


The first graduates of our new Web Development Course

Over the past two weeks, we have enjoyed being surrounded by eager students participating in our new web development course. Together with our partner, Byte Limited, we recognized the need to enhance the digital skillset of young people. As a result, Byte Limited developed a short course in WordPress website development. Throughout this hands-on course, participants learned first-hand how to use WordPress, create a website to their likings, and move the website online.

From the feedback that we received from the students, we are confident that there is a demand for courses that focus on digital skills, and we can promise you more courses are in the pipeline! With the rains starting in Freetown, we will take it a bit slower for now and get back to you with new courses in few weeks!


More ICT graduates in Sierra Leone!

Aurora Foundation has concluded its first Beginner ICT course in Freetown, Sierra Leone after the COVID-19 outbreak started last February! Now with only 9 students in our training so we are able to adhere to the measures, we have been able to set up a spacious teaching area at our office where students were able to learn the basic computer skills during a two-week training.

We are also very grateful to Islandsbanki for donating the laptops that are being used to hold our ICT trainings. With their donation, we were also able to give away one laptop to Isata Jalloh, who has scored high on the exam as well as had a perfect attendance throughout the course.

We hope to welcome the students back in our Intermediate ICT training, which will be held in a few months!

 


Fyrsti útskriftarhópur af tölvunámskeiði á árinu 2020

Síðastliðinn föstudag, 7. febrúar gáfum við út fjórtán útskriftarskírteini fyrir nemendur á grunntölvunámskeiðinu okkar. Auk skírteinanna komum við Princes Caulker á óvart með tölvu sem við fengum gefins frá Íslandsbanka. Hún varð stigahæst á lokaprófinu og var með fullkomna mætingu í gegnum námskeiðið. Við erum ofboðslega stolt af frammistöðu nemendanna síðastliðnar tvær vikur og vonumst til að sjá þá aftur á framhaldstölvunámskeiðinu okkar – við tilkynnum dagsetningu á því námskeiði bráðum!


Öðru tölvunámskeiði er nú lokið!

Í dag útskrifuðust 10 nemendur af byrjenda tölvunámskeiði Auroru! Síðastliðnar tvær vikur hafa nemendurnir nýtt tímann í að skilja vel grunninn að því að verða tölvufær. Í lok námskeiðsins var útskriftarveisla þar sem veitt voru viðurkenningarskjöl og komum við besta nemandanum á óvart með því að gefa honum tölvu!

Við viljum þakka Íslandsbanka fyrir að hafa gefið okkur tölvuna og einnig SAMSKIP fyrir að gefa okkur tölvurnar sem við notum á námskeiðunum okkar!

 

 


Fyrstu útskriftarnemendurnir úr framhaldstölvunámskeiði Auroru!

Við tilkynnum með ánægju að allir 19 nemendurnir úr tölvunámskeiði Auroru fengu útskriftarskírteinið sitt síðastliðinn föstudag. Eftir að hafa þeytt 2 klukkustunda lokapróf var haldið upp á útskriftina með pompi og prakt og ræðum frá bæði nemendum og starfsfólki Aurora. Athöfnin endaði svo á afhendingu skírteinana.

Við komum nemendunum heldur betur á óvart í lok athafnarinnar og tilkynntum að tveir hæstu nemendurnir myndu fá gefins tölvu. Nemendurnir sem fengu þessi verðlaun voru bæði með fullkomna mætingu og fengu hæstu einkunn á prófinu.

                            

Við viljum þakka Íslandsbanka fyrir að hafa gefið tölvurnar, þar sem nemendurnir geta núna haldið áfram að bæta tölvukunnáttu sína! Einnig viljum við þakka SAMSKIP en án þeirra hefðum við ekki getað skipulagt þetta námskeið, þar sem þeir gáfu okkur tölvurnar sem við notuðum á námskeiðinu. Við hlökkum til að skipuleggja næsta námskeið!


Fyrsta námskeiðið á Wilkinson Road hafið

Í morgun hófu 19 nemendur fyrsta tölvunámskeiðið á Wilkinson Road! Þau muna vera með okkur á skrifstofunni næstu 3 vikurnar og á þeim tíma læra allt sem er hægt að vita um Word, Excel, Powerpoint og Google Docs!


Nýtt tölvunámskeið nú í október

Aurora mun halda nýtt tölvunámskeið í október 2019. Á þessu námskeiði verður einblínt á Microsoft Office og Google Docs. Helsta breytingin frá fyrri námskeiðum er að þetta námskeið varir lengur eða þrjár vikur, í stað einnar áður. Námskeiðið er í staðinn ekki lengur ókeypis en er gjaldi haldið í lágmarki.


Tölvunámskeið endurtekið

Fyrr á þessu ári fór Aurora af stað með tilraunaverkefni í tölvukennslu í samstarfi við fyrirtækin iDT Labs og Samskip. Námskeiðið heppnaðist með eindæmum vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn. Að þessu sinni bættist Arion banki í hóp samstarfsaðila og farið var af stað með nýtt vikulangt námsskeið.

Færri komust að en vildu, en alls sóttu yfir 400 ungir frumkvöðlar, námsmenn og önnur ungmenni um þau 69 pláss sem laus voru til umsóknar að þessu sinni. Aðstandendur voru afar stoltir af því að geta boðið öllum þátttakendum á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu og ljóst er að allt kapp verður lagt á að halda verkefninu gangandi og bjóða upp á fleiri námskeið.

Lokaverkefni námskeiðisins, sem lauk nú í vikunni, voru kynningar sem nemendur héldu og reyndu á þá færni sem þeir höfðu hlotið þjálfun í á námskeiðinu. Kynningarnar voru vel heppnaðar og fóru margar hverjar langt fram úr væntingum. Að þeim loknum voru viðurkenningarskjöl afhent öllum þátttakendum við hátíðlega athöfn.

Rausnarlegt framlag Arion banka og Samskipa gerði okkur kleift að leysa hvern og einn þátttakenda námsskeiðsins út með tölvu að gjöf, svo þeir geti viðhaldið og bætt við þekkingu sína eftir lok námskeiðisins. Tilkynnt var um gjöfina við lok útskriftarathafnarinnar og brutust út mikil fagnaðarlæti.

Samstarfsaðilar okkar, Arion banki, Samskip og iDT Labs fá enn og aftur bestu þakkir fyrir sitt framlag í þessu mikilvæga verkefni sem veitti þátttakendum tækifæri sem markar tímamót í lífi þeirra.


Aurora heldur tölvunámskeið og gefur 85 tölvur til ungmenna í Sierra Leone

Aurora velgerðarsjóður í samstarfi með SAMSKIP og Idt labs héldu frítt tölvunámskeið fyrir 85 ungmenni í Freetown, höfuðborg Sierra Leone. Unga fólkið sótti vikulangt námskeið um notkun internetsins og helstu forrita á borð við Excel og Word. Að námskeiðinu loknu voru allir leystir út með viðurkenningaskjal og tölvu til eigin nota. Mikið þakklæti og ánægja var með þetta verkefni og voru margir að komast í kynni við tölvu í fyrsta sinn.

Þetta verkefni var tilraunaverkefni hjá Auroru velgerðasjóð, tilraunaverkefni sem gekk vonum framar. Það er því von okkar að við getum fengið önnur fyrirtæki í lið með okkur og endurtekið þetta verkefni, því þörfin er mikil.
Sjá nánar um verkefnið hér.