Nýjustu fréttir frá GGEM

Nýlega hittum við samstarfsfélaga okkar hjá GGEM til að meta stöðuna hjá þeim og heyra hvernig gengið hefur í heimsfaraldrinum. Það gleður okkur að geta sagt frá því að GGEM er ennþá á góðum stað og hafa náð að vinna með skjólstæðingum sínum sem lentu mjög illa í því í Covid faraldrinum. Jafnvel þótt að síðasta ár hafi reynt á og verið erfitt, eru þau komin á sama stað og áður og geta aftur á ný útvegað ný lán. Við erum afar stolt af því að vinna í samstarfi við slíka fjármálastofnun sem tekst að vinna ötullega og örugglega þrátt fyrir mikinn mótvind. Við hófum samstarfið okkar árið 2014 í miðjum Ebólufaraldri og sáum hvernig þau náðu að vinna áfram þá og gleður okkur að sjá að þeim hefur ekkert farið aftur.

Á fundinum okkar gáfu þau okkur fallega mynd af Afríku búna til úr Ankara, sem þakklætisvottorð fyrir samstarf okkar í gegnum árin.


Aðstoð á tímum COVID-19

Covid-19 heimsfaraldurinn hefur valdið félagslegri og efnahagslegri röskun um allan heim. Líkt og önnur lönd hefur Sierra Leone gert nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að lágmarka útbreiðslu sjúkdómsins. Auk algengu varúðarráðstafanna sem eru m.a. reglulegur handþvottur, samskiptafjarlægð og halda fyrir munninn er þú hóstar, er lagaleg skylda að klæðast andlitsgrímu ef þú ferð út úr húsi.

Til að aðstoða við að hemja útbreiðslu sjúkdómsins í Sierra Leone hefur Aurora gefið 2500 andlitsgrímur, 100 flöskur af spritti og 100 flöskur af handsápu til Grassroot Gender Empowerment Movement (GGEM). GGEM er smálánastofnun sem Aurora hefur verið að styðja undanfarin sex ár. GGEM dreifði grímunum, sprittinu og sápunni jafnt á milli skjólstæðinga sinna.

Andlitsgrímurnar voru gerðar af Mörthu (þú finnur hana á instagram @tiansclosetfreetown), ungum frumkvöðli í tískuheiminum sem var nemandi á fatahönnunarnámskeiðinu okkar síðastliðinn janúar (getur lesið allt um það hér).

 


Nýr samningur við GGEM undirritaður í dag

Aurora skrifaði undir nýjan lánasamning við Grassroots Gender Empowerment Movement (GGEM), sem er Microcredit fyrirtæki í Sierra Leone sem Aurora hefur stutt við frá árinu 2014.

Þetta er þriðji lánasamningurinn sem Aurora gerir við GGEM og er hann til fjögurra ára. Undanfarin ár hefur Aurora átt mjög gott samstarf við GGEM og fylgst náið með þróun lánveitinga og hvernig samstarfi við lánþega er háttað. Við höfum verið einkar ánægð með frammistöðu GGEM sem ekki einungis lánar frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum til reksturs og stækkunar heldur veitir þeim einnig aðstoð við þróun viðskiptaáætlunar og annars þess sem við á. Við erum stolt að geta enn á ný stutt við það frábæra starf sem GGEM stendur fyirr.


Innlit til samstarfsaðila Auroru í Microfinance verkefnum í Sierra Leone

Sierra Leone, a country of 7 million people with a wealth of natural resources, should – in theory – be rich. Not only do its waters team with diverse fish species but diamonds, gold and iron ore are also found under its soil. Weather conditions mean that there is huge agricultural potential. Yet, it is one of the poorest nations in the world, with 60% of the population living on less than $2 a day, and 70% youth unemployment.

Though entrepreneurial in spirit, Sierra Leoneans face a big challenge. It is extremely difficult to access finance, and a business idea is nothing without a loan to set it up. Banks lend to those with lots of money and good credit ratings, not first timers. There are very few loan companies in the country which offer money to individuals to start businesses. Without this kind of service, it is very hard to pull yourself out of poverty.

Aurora decided to finance two, existing loan companies based in Sierra Leone’s capital, Freetown. They lent money to G.G.E.M (grassroots, gender, empowerment movement), which was on the brink of collapse during the Ebola epidemic. Managing director, Michael Kamara says, “Ebola was a disaster for business, there was a restriction on movement so traders suffered a lot, and people were unable to pay back their loans. Our company was facing serious liquidity problems”. Just when the business looked like it would buckle, Aurora gave G.G.E.M a $200,000 loan. This was followed by another $100,000.

Mr Kamara at his desk

Mr Kamara used the money to open two more offices in rural areas of the country, one in a fishing town to help fishermen buy boats and equipment. The company’s 6,389 clients, who range from petty traders to badly paid teachers and policemen, can borrow anything from 750,000 ($97) to 50,000,000 Leones ($6494).

“We also work with civil servants who have small salaries”, says Mr Kamara, “They might take a loan so that they can pay their children’s school fees.” When asked why microcredit is so important for his country, Mr Kamara becomes animated: “It is very important! You’ll see that most of the people here are poor, but they are also active, what they need is someone to support them with a small cash injection so they have a chance to work and set up businesses”.

Mr Kamara heads to the streets to talk to some of his clients and see how they are getting on.

Mr Kamara and client Saidu Koroma

Client Saidu Koroma first took a loan back on 2014. He had a little stall selling soft drinks and wanted to expand his business. Now he has an ice cream machine, popcorn machine, freezer, and TV. He sells beer, soft drinks, cigarettes, sweets, phone credit, ice cream and popcorn. His customers are invited to buy a beer and kick back and watch the game from his shop. “Business is really good now”, he says, grinning. “But I am going to expand even more, next I will stock more food”.

Aminatta Kanneh and her husband have a similarly happy story. They took a loan three months ago to set up a shop adjacent to the one they already have. At the moment they are selling mostly hardware and building materials, but Mrs Kanneh wants to open a clothes shop as well. She used the 30,000,000 Leone ($3896) loan to prepare the shop and buy stock and pays 10% of the money back each month. She says that business is good and through her shop she was able to buy land, send her two children to school and get a car. The clothes shop will bring in even more revenue, she hopes.

Aminatta Kanneh in front of her shop

At another office across Freetown, David Kamara (no relation of Michael’s!) says that his saving and loan company is also doing well after receiving money from Aurora. ACTB received $1 billion Leones ($129,870) from Aurora in the height of the Ebola crisis. This enabled them to expand and start working with small and medium enterprises; one of which was a truck that a group of men bought to drive around the country distributing food. Restrictions on movement meant that a lot of people could not go shopping, but the government granted this truck special permission to deliver nutritious foods, like fish, to quarantined areas.

ACTB gives loans to individuals too; Mr Kamara believes that both loan types are important. “Microloans can help parents to take care of their kids, put food on the table and buy medicine when they’re sick. Bigger loans for bigger business ideas mean that people can start producing things, and then employ others”. He gives the example of one of his clients who started making soap in her garage. “Now she has expanded and employs four other people”, he says.

David Kamara at his office

A group of women selling different beauty products grouped together to apply for a loan from ACTB. One of them, Fatmata Sesay, says that it was easier to manage the loan repayments in a group. Fatmata and the other four women sell cosmetics and jewellery. They each started with very small stands and have grown their stock. Business is much better, says Fatmata, who can now send her three children to school without struggling.

Fatmata Sesay and Yeno Sesay next to their market stalls

Another client, Yanoh Bangura, applied for his first loan in 2014, to set up a shop selling electrical equipment. He took another loan in 2017 for 6 million Leones ($779) to buy stock that he was missing. “People would come to me asking – ‘do you have this charger or that plug’ – I would make a note of their requests so that I could stock them next time. Now I am fulfilling my customers’ needs”, he says, smiling.

Yanoh Bangura in his electrical shop

Anna Nelson, is particularly proud of her business. What started as a cool box full of fizzy drinks has been transformed into a bar and restaurant with a large colour TV that pulls a crowd by showing football games. She says she has a lot of customers and through her business has been able to look after her family. “It started off with one loan for 3 million Leones ($390)”, she says. “After that I took out three more, because business is good I have never had problems paying the money back”.

Anna Nelson in her restaurant

Both David and Michael Kamara are delighted to see their clients happy and fulfilled. They are positive about the future of loan companies in Sierra Leone. “I see a great future for the work we do”, says David Kamara, “The government are always talking about things like building roads into the countryside. To be honest most people in Sierra Leone barely have enough money to travel on those roads. This is what the people need to get them on their feet”.


Nýr lánasamningur gerður við örlánafyrirtæki í Freetown

Skrifað var undir nýjan lánasamning milli Auroru velgerðasjóðs og Grassroot Gender Empowerment Movement (GGEM) í Freetown þann 2. júní 2016. Markmið lánveitingarinnar er að styðja við bakið á einstaklingum og smærri fyrirækjum og um leið auka veg hagþróunar í Sierra Leone.

Samkvæmt samningnum fær GGEM 100.000 dollara lán til tveggja ára. Peningana munu þau endurlána til einstaklinga og smærri fyrirtækja í Sierra Leone. Áhersla verður lögð á að styðja við samfélögin í Goderich, Tombo og Shenge þar sem Aurora velgerðasjóður rekur fisklöndunarstöðvar í gegnum fyrirtækið Neptune (www.neptune.sl).Þetta er annar samningur sem Aurora gerir við GGEM, sá fyrri var undirritaður í nóvember 2014 og var einnig til tveggja ára. Þúsundir einstaklinga og fyrirtækja hafa notið góðs af þeim samningum og hægt er að sjá dæmi t.d. hér.


Mary Roberts þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að efla rekstur sinn með smáláni

Mary Roberts er ein þeirra sjálfstætt starfandi kvenna í Sierra Leone sem hafa fengið svokallað smálán (e. Microcredit) frá Aurora velgerðasjóði í gegnum GGEM (Grassroot Gender Empowerment Movement). Mary fékk 3 milljónir Leone (rúmlega 80.000 kr.) að láni í janúar 2015. Hún selur hefðbundinn afrískan klæðnað í búð sinni í Freetown og notaði hún lánið til þess að auka við birgðir verslunarinnar. Hún hefur nú þegar borgað til baka fyrstu fimm afborganir sínar og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að geta eflt rekstur sinn á þennan hátt.


Aurora gerir lánasamning við tvö örlánafyrirtæki í Freetown

Aurora velgerðarsjóður hefur gengið frá lánasamningum við tvö örlánafyrirtæki (microfinance) í Sierra Leone, Grassroot Gender Empowerment Movement (GGEM) og A Call to Business. Samningar þess efnis voru undirritaðir hinn 17. nóvember sl. í Freetown.

Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Aurou velgerðarsjóðs sagði að þessu tilefni að markmið lánveitingarinnar sé að styðja við bakið á smærri fyrirtækjum og um leið auka veg hagþróunar í Sierra Leone. Samkvæmt samningunum fá fyrirtækin tvö hvort um sig 200.000 dollara lán með níu prósent vöxtum. Peningana munu þau endurlána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Sierra Leone. Ólafur vonaðist til þess að lánafyrirgreiðslan leiði til bættra lífskjara í landinu.
David Kamara framkvæmdastjóri A Call to Business kvaðst eftir undirskriftina vera þakklátur fyrir aðkomu Auroru velgerðarsjóðs með þessum hætti, á sama tíma og flestir fjárfestar væru að hverfa frá landinu vegna Ebólu faraldursins. Hann sagði fyrirtæki sitt ánægt með frumkvæðið, enda hafi það verið í leit að aðila sem hefði áhuga á fjárfestingu í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Sierra Leone með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Næg tækifæri byðust í landinu og væru míkrólán rétta leiðin í þessu samhengi að hans mati. Kamara hét því að A Call to Business myndi tryggja að fjármununum yrði ráðstafað með skynsamlegum hætti til góðra verkefna.

Michael Kamara framkvæmdastjóri GGEM segir örlán vera afar mikilvæg í efnahagsþróun allra landa. Þau geta stuðlað að aukinni framleiðni og um leið bætt lífskjör. Hann sagði að GGEM myndu lána peningana áfram til fyrirtækja með það fyrir sjónum að lánafyrirgreiðslan hámarki jákvæði áhrif á lífsskilyrði íbúa og hagkerfis Sierra Leone.
Framkvæmd lánasamninganna mun lúta ársfjórðungslegri eftirfylgni sem ráðgjafarfyrirtækið AYANI í Sierra Leone annast fyrir hönd Auroru velgjörðarsjóðs. AYANI mun fylgjast með því að framlögin verði nýtt á sem skynsamlegasta hátt.

Lítil og meðalstór fyrirtæki í Sierra Leone hafa átt undir högg að sækja undanfarin misseri vegna áhrifa Ebólu sjúkdómsins. Aðgengi þeirra að fjármálaþjónustu hefur þrengst verulega, sérstaklega að lánafyrirgreiðslu. Þau fyrirtæki sem hafa átt kost á lánum hafa boðist þau á óaðgengilegum kjörum. Aurora vill því með framtaki sínu bæta aðgengi þessara mikilvægu fyrirtækja að lánsfjármagni til uppbyggingar.