30.09.21

Á höttunum eftir nýjum frumkvöðlafyrirtækjum!

Okkur er mikil ánægja að tilkynna að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir nýjasta árgang pre-accelerator prógrammsins okkar. Síðastliðna mánuði höfum við fengið endurgjöf frá fyrri og núverandi nemendum og gert breytingar á námsáætluninni. Það verður til að mynda gerð breyting á tímasetningu en fjórði árgangurinn mun núna mæta á skrifstofuna annan hvern miðvikudag, í stað hverrar viku.