Þegar við lítum til baka á árið 2020 getum við sagt að það hafi síst af öllu verið leiðinlegt! Þó svo að árið hafi ekki þróast eins og búist var við þá getum við litið til baka á áhugavert ár með sínum mörgu afrekum hér hjá Aurora.
Janúar
Við hófum árið með hvelli með því að bjóða velkomnar til Sierra Leone Eva Maríu Árnadóttur og Tinnu Gunnarsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Á meðan Tinna var að kenna nemendum í Lettie Stuart keramiksetrinu í Waterloo kenndi Eva kúrs í tísku, sköpun og sjálfbærni á skrifstofunni okkar í Freetown.
Og síðan vorum við orðin sex! Annar starfsmaður, Makalay Suma, gekk til liðs við Aurora teymið í Freetown sem Sweet Salone verkefnastjóri.
Svo þann 23. janúar héldum við upp á afmæli Aurora með spennandi viðburði þar sem við opnuðum formlega skrifstofuna í Freetown! Þó við höfum starfað á þessari skrifstofu í einhvern tíma núna þá fengum við loks tækifæri til að fagna formlega, sér í lagi þar sem annar stofnenda Aurora og annar hönnuður skrifstofunnar, Ingibörg Kristjánsdóttir, var á staðnum!
Febrúar
Eftir mikla undirbúningsvinnu og viðtöl hófum við loks pre-accelerator prógrammið okkar! Sjö start-up fyrirtæki gengu til liðs við okkur á skrifstofunni í Freetown og tóku þátt í gagnvirkum tímum og unnu að því að þróa viðskiptahugmyndir sínar.
Mars
Pre-accelerator prógrammið hélt sínum kúrs og við buðum gestafyrirlesurum að koma og deila sögum sínum af því að stunda viðskipti í Sierra Leone. Við erum mjög þakklát fyrir stuðning og þátttöku Alexandre Tourre, Henry Henrysson og Ajara Bomah sem gáfu af tíma sínum og vinnu til start-up eigendanna.
Mars var líka mánuður þar sem miklar sviftingar áttu sér stað. COVID-19 breiddist um heiminn, hafði sín áhrif á okkur eins og aðra og ákveðið var að loka skrifstofunni í Freetown til að tryggja öryggi og standa vörð um heilsu alls starfsfólksins. Þetta þýddi líka að við færðum vikulegu teymisfundina okkar á rafrænt form.
Apríl
Þegar við unnum í fjarvinnu gerðum við okkur betur grein fyrir þörfinni fyrir að versla á netinu og þar með varð vefverslunin www.aurorawebshop.com að veruleika! Við höfðum áður selt Sweet Salone vörurnar í Sierra Leone og á Íslandi en getum núna sent vörurnar um allan heim í gegnum netverslunina!
Maí
Til að styðja við verkefni sem stuðla að því að hindra útbreiðslu COVID-19 í Sierra Leone gaf Aurora 2500 andlitsgrímur, 100 sótthreinsibrúsa og 100 sápubrúsa til Grassroot Gender Empowerment Movement (GGEM), microcredit stofnunarinnar sem við höfum verið að styðja við undanfarin 6 ár. Grímurnar voru gerðar af Martha Tucker og Aurora teymið í Sierra Leone afhenti GGEM gjöfina.
Júní
Í samræmi við áherslur okkar í skapandi geirum skrifaði Aurora velgerðasjóður undir samning við Mengi um að leiða saman sína hesta næstu árin en Mengi er eins og kunnt er rými í miðbæ Reykjavíkur fyrir skapandi list sem styður við nýsköpun og grasrót í listum.
Júlí
Aurora velgerðasjóður skrifaði undir samning við Utanríkisráðuneytið sem mun veita styrk til að styðja við fjármögnun og frekari samstarf við Lettie Stuart Pottery Centre. Með þeim stuðningi getur Aurora nú fengið tvo utanaðkomandi keramikera til að koma í setrið í nokkra mánuði á næsta ári til að styðja við sjálfbæran rekstur setursins.
Ágúst
Loks var teymið aftur samankomið! Öll nauðsynleg COVID próf og varrúðarráðstafanir voru yfirstaðnar og gátum við aftur hafið staðbundna vinnu á skrifstofunni. Við tókum einnig aftur upp pre-accelerator prógrammið sem hafði farið fram rafrænt undanfarna mánuði.
September
Aurora studdi við gerð heimildarmyndarinnar Þriðji póllinn,wsem var loks frumsýnd eftir nokkra bið og frestunar vegna heimsfaraldursins en kvikmyndin var opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) þetta árið. Heimildarmyndin fjallar um það hvernig er að lifa með geðhvörfum og er virkilega vel unnin saga tveggja einstaklinga, um vináttu, ferðalag og hún opnar á umræðu um líf með geðrænum sjúkdómum.
Við hjá Aurora erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í gerð heimildarmyndarinnar og þannig á sama tíma vitundarvakningu um geðsjúkdóma.
Október
Við vorum mjög stolt í október að sjá fyrsta árgang pre-accelerator prógrammsins útskrifast! Við hliðruðum til útskriftinni þeirra í ljósi ráðstafana í tengslum við heimsfaraldurinn en start-upin gátu þrátt fyrir það kynnt viðskiptamódelin sín fyrir hóp sem samanstóð af fyrrum gestafyrirlesurum.
Ennfremur skipulagði Aurora fyrsta tölvukúrsinn sinn í mars 2020 í langan tíma og með aðeins færri nemendum en venjulega. Kúrsinn var í samstarfi við Byte Limited, sem gerði okkur kleift að skipuleggja annan kúrs fyrir byrjendur á meðan hlutirnir voru hægt og rólega að færast í eðlilegri skorður.
Nóvember
Fyrsti árgangur útskrifaðist og nýr hóf sína vegferð! Að þessu sinni voru það átta start-up fyrirtæki sem taka þátt í prógramminu og munum við vinna með þeim yfir næstu fjóra mánuði. Fyrir áhugasama er hægt að fræðast um start-upin sem valin voru í prógrammið að þessu sinni hér!
Á meðan þetta átti sér stað skrifuðu Aurora og Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) undir samning um samstarf á rekstri Lettie Stuart keramiksetrinu. Þessi samningur sem gildir út apríl 2021 felur meðal annars í sér fjárhagslegan stuðning frá Utanríkisráðuneyti Íslands.
Síðast en ekki síst skipulagði Aurora teymið sinn fyrsta ‘get ready for Christmas’ markað hér í Freetown! Við, ásamt starfsfólki Lettie Stuart keramiksetursins, seldum vörur sem allar eru handunnar af fólki sem starfar með okkur undir merkjum Sweet Salone. Í ljósi þess að hátíðarnar voru á næsta leyti ákváðum við að færa samtökunum Uman Tok gjöf í formi 10% af ágóða allrar sölu markaðarins.
Desember
Líkt og síðastliðin 13 ár hefur Aurora kynnt Kraumsverðlaunin í desember en verðlaunin eru veitt þeim hljóðplötum sem skarað hafa fram úr á því tiltekna ári. Þar sem verðlaunaafhending gat ekki átt sér stað með sínu hefðbundna móti var ákveðið að skipuleggja utandyra athöfn á Laugaveginum þar sem listamaður úr hópnum lék tónlist sína úr búðarglugga við lok athafnar.
Og varðandi 2021? Við erum spennt að segja frá því að við munum koma á fót nýju hugmyndaprógrammi (e. ideation programme), munum fá ný start-up til liðs við okkur fyrir þriðja pre-accelerator prógrammið, við munum bjóða Guðbjörgu og Peter velkomin í LSP enn á ný, senda fyrsta gáminn okkar frá Sierra Leone og svona gætum við áfram talið – þetta verður án efa viðburðarríkt ár, stútfullt af uppákomum og spennandi ævintýrum!