Lokaskýrslur frá Unicef eftir lok fimm ára verkefnis í Sierra Leone

10.02.14

Stærsta og veigamesta verkefni sem Aurora hefur farið í er fimm ára menntaverkefni í Afríkuríkinu Sierra Leone unnið í samvinnu við Unicef á Íslandi og Unicef í Sierra Leone.  Verkefnið gekk út á það að byggja upp barnvænt menntakerfi og skólahúsnæði einkum með þarfir stúlkubarna í huga.  Aurora ráðstafaði rúmlega 200 milljónum króna til verkefnisins.
Lokaskýrslurnar má nálgast inná verkefni / Sierra Leone hér á heimasíðunni.
Fulltrúar Auroru og Unicef fóru í ferð til Sierra Leone og má sjá myndir úr þeirri ferð á myndasíðunni.

Ef litið er yfir verkefnið þá hafa rúmlega 60 skólar verið byggðir í fimm héruðum en byrjað var í fátækustu héruðunum  Skólarnir voru allir búnir skólahúsgögnum ásamt kynjaskiptum salernum sem er einn af lykilþáttum þess að tryggja öryggi stúlkna í skólunum.  Vatnsdælum var komið fyrir í hverjum skóla en það er gert til að tryggja nemendum aðgengi að hreinu vatni.  Yfir 100 kennarar hafa hlotið þjálfun í kennsluaðferðum og réttindum barna en því miður er ofbeldi gagnvart börnum í skólum algengt.    Eins hefur mikilvægi menntunar verið rætt innan samfélaganna og í framhaldi af því verið stofnaðar skólanefndir og mæðraklúbbar.  (Myndin hér að ofan er tekin úr skólastofu í Kono héraði)

Mæðraklúbbar hafa reynst öflug og óvenjuleg leið til að koma fátækustu börnunum í Síerra Leóne í skóla, halda gildi menntunar á lofti, haft jákvæð áhrif á vernd barna gegn ofbeldi, styðja við nemendur úr berskjölduðum fjölskyldum.  Auk alls þessa stuðla mæðraklúbbarnir að valdeflingu kvenna en þær fá þjálfun í að skipuleggja félagsstarfsemi, halda fundargerðir og skipulagt bókhald.  Mæðraklúbbarnir styðja síðan við almenna þróun samfélagsins bæði efnahagslega og félagslega en þeir eru hugsanlega góð leið til að auka virðingu kvenna gagnvart karlmönnum ásamt því að konurnar finna hversu sterkar þær eru ef þær standa saman.  (Á myndinni hér að ofan má sjá fulltrúa Auroru ásamt mæðraklúbbi í Kono héraði)

Alls hefur 296 mæðraklúbbum nú þegar verið komið á fót í Kono-héraði og er meðalfjöldi kvenna í hverjum mæðraklúbb í kringum 40 konur en meðalnemendafjöldi í skólunum sem mæðraklúbbarnir sjá um er um 235 börn. Margfeldisáhrifin af starfi mæðraklúbbana eru því mikil og má reikna það út að mæðraklúbbar í Síerra Leóne hafa þegar náð utan um 70.000 börn. (Á mynd er mæðraklúbbur á fundi með fulltrúum Aurora og Unicef)

Það er því alveg ljóst að verkefnið hefur skilað börnum í Sierra Leóne aðgengi að menntun sem þau annars hefðu ekki átt kost á og er merkjanleg 9% aukning í skólasókn og 11% fleiri kennarar sem hlotið hafa þjálfun í Kono héraði á tímabilinu.

Fulltrúar Auroru velgerðasjóðs ásamt fulltrúum Unicef á Íslandi fóru í ferð til Sierra Leone á vormánuðum 2013 til að sjá með eigin augum hversu mikið hefur áunnist með verkefninu.   Myndir úr þeirri ferð má sjá inná myndasíðunni en albúmið heitir Sierra Leone 2013

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...