Sweet Salone á ShowUp í Hollandi

20.09.22

Aurora foundation tók þátt ShowUp í Hollandi í byrjun september. Þetta var í fyrsta skiptið sem Aurora foundation tók þátt og við urðum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. ShowUp verður haldið aftur í janúar á næsta ári og eftir upplifun þessa árs er aldrei að vita nema við leggjum aftur land undir fót! Í þetta skiptið voru það Regína, framkvæmdarstjóri Aurora Foundation og Suzanne sem fóru sem fulltrúar Aurora foundation og kynntu afbragðs handbragð Sweet Salone. 

 ,,ShowUp er aðeins aðgengilegur fagfólki og fyrirtækjum í smásölu sem eru tengd framleiðslu eða sölu á vörum tengdum flokkunum; heimili, börn og gjafavara. Aðgangur er ókeypis og skráning hefst þremur mánuðum fyrir viðburðinn. ´´ (ShowUp, 2022).

Það að ShowUp sé aðeins aðgengilegt fyrir fagfólk gerir viðburðinn afar aðlaðandi fyrir smá,- og sprotafyrirtæki til þess að sýna vörurnar sínar og kynnast markaðnum. Miklir möguleikar eru á því að hvert og eitt fyrirtæki sem sýnir á ShowUp finni kaupanda fyrir þær vörur sem sýndar eru en þær verða að vera; einstakar, frumlegar og uppfylla strangar gæðakröfur. Við erum mjög stolt af því að Sweet Salone vörurnar passi við þær kröfur. Aurora Foundation vinnur náið með hverjum og einum handverkslistamanni og hönnuði til þess að tryggja það að allt ferlið sé sanngjarnt og gegnsætt fyrir öll sem að því koma ásamt því að uppfylla gæða og fagurfræðilegar kröfur. 

Suzanne segir: „það var ótrúlega áhugavert að sjá allan fjölbreytileikann og möguleikana sem eru til staðar á Evrópumarkaði, það var líka mjög gaman að finna fyrir öllum áhuganum sem Sweet Salone fékk! Það var klárlega hvetjandi og gefandi að taka þátt í ShowUp og kynnast öðru fólki með skapandi hugsjónir. Skipuleggjendur ShowUp fara vandlega yfir umsóknir fyrirtækja sem vilja taka þátt, þeirra markmið er að samþykkja einungis fyrirtæki sem eru skapandi, nútímaleg og framsækin. 
Við erum spennt fyrir stækkun Sweet Salone og munum vonandi sýna aftur á næsta viðburðiShowUp í Janúar!


Hefur þú áhuga á því að vinna með Sweet Salone?
Fylgstu vel með á samfélagsmiðlum okkar næstu mánuði!

 Vefverslunin er alltaf opin! 

Instagram: @aurorafoundation_official og @lettiestuartpottery
Facebook: Aurora Foundation
Email:Info@aurorafoundation.is
Whatsapp: 232 (0)79728574
186 Wilkinson Road, Opposite Lumley Police Station, Freetown 

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...