Nýtt ár, ný námskeið!

20.01.20

Við hefjum nýja árið með dúndur krafti!

Síðastliðnar tvær vikur hafa Eva María Árnadóttir og Tinna Gunnarsdóttir verið að kenna tvö námskeið í Síerra Leóne. Á meðan Eva var að kenna fatahönnunarnámskeið í sjálfbærni og sköpunargáfu á skrifstofunni okkar í Freetown var Tinna að kenna námskeið á Lettie Stuart keramikverkstæðinu þar sem áherslan var að tjá sig og hugsa út fyrir kassann.

Fatahönnunarnámskeiðið var haldið á skrifstofunni okkar í Freetown. Eva hóf námskeiðið á því að efla sköpunaferlið með því að búa til mood boards og teikna og skissa.

Í framhaldinu áttu nemendurnir að hanna nýja flík eða fylgihlut. Auk þess kenndi Eva nemendunum hvernig markaðssetja á vörur og hvernig best er að ná til ákveðinna markhópa í gegnum t.d. samfélagsmiðla.

Á meðan Eva var að kenna á námskeiðinu í Freetown, ferðaðist Tinna til Waterloo á hverjum degi. Hóf hún námskeiðið sitt með æfingum í að auka sköpunargleðina og notaðist hún mikið við liti og málningu.

Í gegnum námskeiðið færðist svo áherslan á að þróa eitthvað nýtt úr leirnum og á rennibekknum. Útkoman var stórkostleg og endaði námskeiðið á magnaðri sýningu með vörum sem nemendurnir bjuggu til.

 

Bæði námskeiðin voru studd af Erasmus+ og voru þau samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Auroru.

 

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...