Aurora styður við Technovation Girls!

02.12.19

Technovation eru alþjóðleg frjáls félagasamtök sem einblína á að styrkja ungar stúlkur og fjölskyldur þeirra með  tæknimenntun. Technovation er með verkefni og námskeið út um allan heim fyrir stelpur á aldrinum 10-18 ára, þar sem þær öðlast færni í að verða tæknifrumkvöðlar og leiðtogar. Tölurnar sýna að eftir að hafa lokið námskeiði hjá Technovation hafa 58% stúlknanna skráð sig í tölvunarfræði.

Stelpurnar vinna í litlum hópum með leiðbeinanda. Frá árinu 2009 hafa yfir 10.000 stelpur tekið þátt í námskeiðum hjá Technovation í yfir 78 löndum, og hafa 1700 smáforrit verið búin til af þátttakendum Technovation.

Í ár kom Technovation í fyrsta sinn til Sierra Leone og er Aurora velgerðasjóður stoltur styrktaraðili Technovation Girls í Sierra Leone. Auk fjárframlaga hefur Aurora útvegað þeim sex fartölvur, sem Íslandsbanki hafði gefið Auroru. Tölvurnar verða notaðar af stúlkunum til að öðlast grunnkóðunarhæfileika og til að þróa símaforrit sem eiga að leysa raunveruleg vandamál.

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...