Kraumslistinn 2018

03.12.18

Við kynnum með stolti tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2018.

Þetta er í ellefta sinn sem Kraumslistann er birtur yfir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 343 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sit. Dómnefndin mun nú velja þær sex breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2018.

KRAUMSLISTINN 2018 – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:
Andi – Allt í einu
asdfhg.. – Örvæntið ekki
Auður – Afsakanir
aYia – aYia
bagdad brothers – JÆJA.
Birnir – Matador
BRÍET – 22.03.99
– Cyber (Unofficial: CYBER) – BIZNESS
Elli Grill – Pottþétt 2018
GDRN – Hvað ef
– GYDA (Gyda Valtysdottir) – Evolution
Hekla – Á
– Íbbagoggur (Héðinn Finnsson) – Le quatuor diabolique inexistant: trois pièces sinistres d’Íbbagoggur
Johnny Blaze & Hakki Brakes – Vroom Vroom Vroom
Jónbjörn – Isms
Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt
Nordic Affect – He(a)r
Ragga Holm – Bipolar
ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
– Sideproject- isis emoji
Sigrún – Onælan

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu.

Kraumsverðlaunin voru fyrst veitt árið 2008 og hefur verið úthlutað árlega síðan. Alls hafa 51 hljómsveitir og listamenn hlotið verðlaunin, á meðan tæplega tvö hundruð listamenn og hljómsveitir hafa verið tilnefnd til þeirra með því að komast á Kraumslistann.

MYND með frétti: Cyber sem voru meðal þeirra sex listamanna og hljómsveita sem hlutu Kraumsverðlaunin 2017 og eru tilnefndar að nýju til verðlaunanna í ár.

DÓMNEFND
Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af tólf manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Sandra Barilli, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

Frekari upplýsingar um Kraumsverðlaunin og fyrri verðlaunhafa má finna hér: http://kraumur.is/forsida/kraumsverdlaunin/

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...