Lokaskýrsla UNICEF um menntaverkefni í Sierra Leone

06.11.16

UNICEF gaf nýverið út skýrslu um árangur menntaverkefnis UNICEF og Aurora velgerðasjóðs í grunnskólum í Sierra Leone. Verkefnið lagði sérstaka áherslu á menntun bágstaddra barna, eins og þungaðra stúlkna og barna sem urðu hart úti vegna Ebólu faraldsins. Í verkefninu var unnið að þróun stefnu til að hvetja stúlkur til náms, börnum var veittur sálfræðistuðningur og handleiðsla, leitað var lausna til skráningar og eftirfylgni vegna barna sem falla utan skólakerfisins og loks var reynt að breyta viðteknum hefðum í menntakerfi Sierra Leone, t.d. beitingu líkamlegra refsinga.

Skolakrakkar 

Til verkefnisins var veitt tæplega 400 þúsund dollurum á árunum 2013–2015 en Sierra Leone er eitt fátækasta ríki heims. Nýlegur ebólufaraldur hefur aukið stórkostlega á vanda landsins, til dæmis þurfti að loka skólum tímabundið og erfitt hefur reynst að ná aftur til ákveðinna hópa barna. 

Aurora hefur unnið með og styrkt menntaverkefni UNICEF í Sierra Leone frá stofnun sjóðsins og nemur framlag Auroru samanlagt um 2,1m USD. Menntun telst til mannréttinda og er óumdeildur grunnur að uppbyggingu samfélagslegra gæða. Sjóðurinn taldi því brýnt að styrkja þetta mikilvæga verkefni.

Koidu

Stuðningur Aurora velgerðasjóðs gerir börnunum kleift að fá þá menntun sem þau eiga rétt á
Íslendingar eru lánssöm þjóð sem býr í gjöfulu og friðsælu landi þar sem mannréttindi eru virt og því kann að reynast erfitt að gera sér aðstæður í Sierra Leone í hugarlund. Óumdeilt er að þar er menntun besta leiðin til að auka hag kvenna og er menntun ekki síðri leið til að vernda börn gegn hvers konar misnotkun. Aurora velgerðasjóður hefur lagt áherslu á að styðja þennan málaflokk í Sierra Leone þar sem hið opinbera er þess ekki megnugt að tryggja aðgengi að menntun. Með því að taka þátt í menntaverkefninu er lagður traustari grunnur að framtíð landsins með félagsleg réttindi og frelsi að leiðarljósi.

Tumbaidu village2

Áhugasamir geta nálgast fréttir af þeim verkefnum sem Aurora styrkti hjá verkefnum UNICEF á vefnum www.UNICEF.is.

Við látum lokaorð skýrslunnar duga hér; „The support from the Aurora Foundation has directly contributed to increased access to quality education for children in Sierra Leone and a strengthened community participation in education. With the Aurora Foundation support, children will have their right to community-supported child- friendly quality education fulfilled.

On behalf of the children whose lives have transformed and improved because of the Aurora Foundation support and resolve, UNICEF extends its deepest gratitude and looks forward to continued cooperation to secure the right to education for even more children in Sierra Leone.“

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...