Töfraflautan fyrir börn

Barnabókin um Töfraflautuna eftir Mozart er fyrsta barnaóperan sem gefin hefur verið út á íslensku á hljómdiski ásamt myndskreyttri barnabók. Þessi ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna og hefur því mikið verið notuð erlendis til að kynna óperur fyrir börnum.  Á Íslandi hefur fræðsla barna um óperur því miður verið mjög takmörkuð en barnabókina á að nota við tónmenntakennslu.

Að útgáfunni stóðu Edda Austmann, Pamela De Sensi og Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Aurora velgerðasjóður styrkti útgáfuna um 500 þúsund krónur.

ÖLL VERKEFNI