Sviðslistir, Rústabjörgunarsveitin Ársæll og sýning Louise Bourgouis í Listasafni Íslands eru ný styrktarverkefni Auroru velgerðasjóðs

16.02.11

Í dag 16.febrúar úthlutar Aurora  Velgerðasjóður í fjórða sinn um 100 milljónum króna til sex verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne.

Styrkur til sviðslista:
Sviðslistir á Íslandi eru í mikilli framþróun og hefur sköpunarkrafturinn vakið athygli út fyrir landsteinana.   Aurora  hefur ákveðið að styrkja sviðslistir á Íslandi þ.e. leiklist, listdans og sönglist um 10 milljónir króna. Með þessum styrk vill Aurora Velgerðasjóður efla enn frekar sviðslistir með því að styrkja framúrskarandi og metnaðarfull verkefni.  Aurora Velgerðasjóður hefur fengið með sér í lið þau Viðar Eggertsson leikstjóra og Ingibjörgu Þórisdóttur dramatúrg og leiklistagagrýnanda, til að veita faglega ráðgjöf við val á verkefnum en lögð verður mikil áhersla á að verkefnin séu listræn, áræðin og unnin af fagfólki.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og eru allar nánari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins.

Nánari upplýsingar: www.aurorafund.is

Rústabjörgunarsveitin Ársæll

Rústabjörgunarsvetin Ársæll er hluti af Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sinnir óveðursaðstoð, viðbrögðum við jarðskjálftum og ofanflóðum í byggð á landsvísu.   Sveitin vann mikið þrekvirki við erfiðar aðstæður á Haítí í kjölfar jarðskjálftans í janúar 2010 en þeir voru með fyrstu björgunarsveitum á svæðið.  Komið er að ýmsu viðhaldi og endurnýjun á þeim sérhæfða búnaði sem hópurinn hefur yfir að ráða og hefur því Aurora Velgerðasjóður ákveðið að styrkja sveitina um 3 milljónir króna en upphæðin verður nýtt  til tækjakaupa.

Nánari upplýsingar : www.bjorgunarsveit.is

Louise Bourgeois – Sýning á listaverkum hennar í Listasafni Íslands:
Louise Bourgeois er í hópi þekktustu listakvenna samtímans. Hún lést í fyrra á 99. aldursári enn þá í fullu í fjöri og starfandi af þrótti sem listamaður. Hún hóf sinn feril sem málari en um miðja síðustu öld fór hún að takast á við skúlptúr sem síðan þróaðist út í viðamiklar innsetningar. Þar er hún brautryðjandi og af mörgum talin vera sá listamaður sem brúaði bilið milli nútímalistar og samtímalistar.  Nú á hundrað ára afmælisári hennar eru sýningar á verkum hennar eftirsóttari en nokkurn tíma áður og því er þetta einstakt tækifæri fyrir Listasafn Íslands að fá sýningu af þessari stærðargráðu en hún verður sú fyrsta í Evrópu eftir andlát listkonunnar og má búast við erlendum gestum sem kæmu gagngert til að sjá sýninguna.  Auroa velgerðarsjóður hefur ákveðið að styrkja Listasafn Íslands um 3 milljónir króna sem fara í uppsetningu á verkum  Louise Bourgeois og útgáfu veglegrar bókar sem gefur þannig Íslendingum tækifæri til að kynnast betur þessari merku listakonu.
Í viðhengi eru nánari upplýsingar ásamt myndum, önnur var tekin af Louise árið 2007 af Dimitris Yeros og hin er af verki hennar Spider/Könguló frá 1995.

Nánari upplýsingar: www.listasafn.is

Kraumur tónlistarsjóður
Kraumur tónlistarsjóður var settur á laggirnar árið 2008  af Auroru Velgerðasjóði sem tilraunaverkefni til þriggja ára.  Starfsemi Kraums hefur verið umfangsmikil og blómleg en sjóðurinn hefur átt fjölbreytt samstarf við ýmsa aðila innan tónlistargeirans.  Á þessum þremur árum hafa um 100 tónlistarmenn, hljómsveitir og tónlistartengd verkefni fengið úthlutað um 60 milljónum króna.  Kraumur  hefur m.a. styrkt tónleika og tónleikaferðalög heima og heiman, aðstoðað við markaðssetningu erlendis og staðið meðal annars fyrir nýjum tónlistarviðurkenningum undir nafninu Kraumslistinn.  Það er því ljóst að nærvera sjóðsins skiptir miklu máli í íslensku tónlistarlífi, en sem dæmi má nefna þá  bárust sjóðnum 232 umsóknir nú fyrir næstu úthlutun. Í ljósi þessa ákvað stjórn Auroru að veita þessu kraftmikla starfi áframhaldandi brautargengi og leggja Kraumi tónlistarsjóði til aðrar 60 milljónir til næstu þriggja ára.

Nánari upplýsingar : www.kraumur.is

Hönnunarsjóður Auroru
Hönnunarsjóður Auroru var stofnaður fyrir tveimur árum síðan og fær nú úthlutað í þriðja sinn 25 milljónum króna.  Sjóðurinn hefur styrkt og starfað með fjölbreyttum hópi hönnuða en markmið sjóðsins er að styðja hönnuði og aðstoða þá við að koma sjálfum sér, hugmyndum sínum, vörum og verkefnum á framfæri hérlendis og erlendis. Auk þessa miðlar sjóðurinn einnig þekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við aðra aðila í faginu, eftir því sem við á. Hönnunarsjóði Auroru er þannig ætlað að styðja við bak efnilegra hönnuða og efla grasrótarstarf í hönnun.  Sjóðurinn leggur áherslu á að styðja verkefni sem skara fram úr á einhvern hátt, hvetja þannig til hugmyndaauðgi og skapandi hugsunar í íslenskri hönnun.

Nánari upplýsingar: www.honnunarsjodur.is

UNICEF – menntaverkefni í Afríkuríkinu Síerra Leóne
Aurora úthlutar í fjórða sinn 40 milljónum króna til að byggja upp barnvænt menntakerfi og skólahúsnæði, einkum með þarfir stúlkubarna í huga. Þetta er liður í veigamesta verkefni sjóðsins frá stofnun en alls hefur verið varið 160 milljónum króna til verkefnisins.  Verkefnið er unnið í samvinnu við menntayfirvöld þar í landi og UNICEF á Íslandi og í Síerra Leóne.  Í krafti þess hafa á annað hundrað kennarar hlotið endurmenntun og um 60 skólabyggingar risið með tilheyrandi vatnsveitu- og frárennsliskerfum, húsbúnaði og kennslugögnum.  Mikið er lagt í endurmenntun kennara og þjálfun í kennsluaðferðum þar sem barnið er sett í forgang, auk þess sem samfélagið er virkjað með því að stofna foreldrafélög við skólanna og mæðraklúbba.   Verkefnið hefur gengið mjög vel og er verið að skoða það að nota sömu aðferðafræði á fleiri svæðum í Síerra Leóne.

Nánari upplýsingar: www.unicef.is og www.aurorafund.is,

Þetta er í fjórða sinn sem styrkir eru veittir úr Aurora velgerðasjóði sem stofnaður var í janúar 2007 af hjónunum Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Ólafi Ólafssyni sem lögðu honum til einn milljarð í stofnfé.  Á þessum árum hefur fjármunum verið varið úr sjóðnum til verkefna sem stuðlað geta að betra mannlífi á Íslandi og í þróunarlöndum.  Aurora velegerðasjóður er sjálfseignastofnun sem hefur verið trú þeim meginmarkmiðum sínum að styrkja fá en stór verkefni þar sem þörf er fyrir verulega fjármuni til að þau geti orðið að veruleika og dafnað.
Stjórn sjóðsins tekur jafnframt mið af því að viðkomandi verkefni hafi afgerandi áhrif í samfélögum sínum. Lögð er áhersla á að fjárframlög sjóðsins á Íslandi efli nýsköpun og sprotastarfsemi og auðgi þannig flóru atvinnugreina í landinu. Verkefni, sem Aurora styrkir í þróunarlöndunum, eru fyrst og fremst tengd menntun og menningu. Leitast er við að fylgja verkefnum vel eftir og aðstoða styrkþega og samstarfsaðila eftir föngum.
l

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

We are delighted to share the resounding success of the recent Pottery School Exhibition held at Lettie Stuart Pottery in Waterloo on March 14th. The event, hosted by Aurora Foundation, was a vibrant celebration of the remarkable progress achieved by the students of...

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

On March 12th, the Aurora Foundation Training Center buzzed with entrepreneurial energy as we hosted a dynamic Business Model Canvas training session tailored for IR Bootcamp startup businesses. Facilitated by our adept Aurora Impact Programme Manager, Mavis Madaure,...

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

We are excited to share the successful conclusion of our recent 2-week ICT Web Development overview and outline course, finalized on February 27th at the Aurora Office Training Center. Participants joined us on February 12th for a week-long exploration of ICT Webpage...